Árangursríkar vinnustofur
Vinnustofur fyrir teymi
Vinnustofur Manino eru sérsniðnar að þörf viðskipavina og er í raun þjálfun starfsfólks til að koma saman og ræða, þróa eða vinna að ákveðnu verkefni, málefni eða markmiði. Vinnustofur eru gerðar til að safna hugmyndum, þjálfa starfsfólk, skapa nýjar lausnir eða taka ákvarðanir með markvissum hætti. Þær leyfa virkni, samveru og gagnkvæma þátttöku, og markmiðið er yfirleitt að ná fram árangri með samræmdri vinnu hópsins.
Sterkara teymi & samstilltur árangur
Vinnustofa hefur markmið
Vinnustofa þarf að hafa skýr markmið og er í raun skipulögð áætlun um ákveðið verkefni. Vinnustofa er vettvangur fyrir opinn og virk samskipti þar sem allir þátttakendur eru hvattir til að deila hugmyndum, spyrja spurninga og gefa endurgjöf. Mikil áhersla er á teymisvinnu, samvinnu og virðingu þar sem hver og einn skiptir máli. Vinnustofur geta líka verið hvatning til nýsköpunar, skapandi hugsunar og að læra af mistökum.
Hafa samband