fbpx Skip to main content
Katrín M Guðjónsdóttir

Ráðgjafi & eigandi

Katrín hefur 20 ára reynslu af stjórnun og rekstri, bæði í einkageiranum og þeim opinbera, auk þess að hafa gegnt fjölmörgum stjórnarstörfum. Hún er menntuð í markaðs- og viðskiptafræði með MBA gráðu frá Háskóla Íslands.

Hún hefur víðtæka starfsreynslu sem hefur kennt henni að setja sig fljótt inn í flókin viðfangsefni og taka erfiðar ákvarðanir.
Katrín hefur verið leiðandi í stefnumótun fyrirtækja og innleiðingu nýrrar framtíðarsýnar, endurskilgreint vörumerkjastefnur og mótað þær frá grunni. Hún hefur byggt upp sterk teymi sem hafa náð árangri, og tekið ábyrgð á og framfylgt flóknum mannauðsmálum.

Það að hafa starfað í ólíkum geirum gerir henni kleift að koma inn í fyrirtæki til skemmri eða til lengri tíma, allt eftir þörf og áherslum til að styrkja núverandi stöðu.

Sími: 788 0003

Netfang: katrin@manino.is

Sérhæfing
  • Stefnumótun
  • Samskipti – innri og ytri
  • Branding – stefnumörkun
  • Vörumerkjastefna
  • Markaðsmál
  • Vöru- og verðstefna
  • Leiðtogi til leigu
  • Verkefnastjóri til leigu
  • Markaðsstjóri til leigu
  • Innkoma inn í fyrirtæki til skemmri eða lengri tíma