Sérhæfð ráðgjöf fyrir stjórnendur og teymi
Manino veitir faglega stjórnendaráðgjöf sem byggir á trausti, sérþekkingu og faglegum vinnubrögðum. Manino styður stjórnendur og teymi við þróun skipulags, árangur og velferð vinnustaða.
Árangursríkar vinnustofur
Vinnustofur Manino hjálpa ykkur sjá og finna nýjar leiðir til vaxtar
Nokkrar staðreyndir
Hvað gerir Manino?
Manino sinnir ráðgjöf til stjórnenda, fyrirtækja og stofnanna. Manino sérhæfir sig í stjórnendaráðgjöf, kennslu og að halda framúrskarandi ráðstefnur með fókus á nýsköpun. Við erum heppin að hafa gríðarlega sterkt tengslanet víða um heim og aðgengi að sérfræðingum og stjórnunarhugsuðum sem vilja deila reynslu sinni.
Stefnumótun og framtíðarsýn
Það sem við lítum á sem grundvallarspurningu í stefnumótun er spurningin „Hver er tilgangur starfseminnar?“ eða „Af hverju erum við hér?“. Hljómar kannski einfalt eða mögulega ekki það mikilvægasta, en þetta er algjör grundvallarspurning. Ef hægt er að skilgreina tilgang á skýran og kraftmikinn hátt er auðvelt að flykkja öllum starfsmönnum á bak við þann tilgang. Það að drífa áfram tilgangsdrifið fyrirtæki eða stofnun leysir úr læðingi mikla jákvæða orku sem hægt er að nota til nýsköpunar og framþróunar.
Manino er nýskapandi ráðgjöf fyrir framsækin fyrirtæki og setur sér markmið um að auka virði í ýmsum atvinnugreinum. Leiðtogar Manino nýta nýskapandi aðferðir í stjórnun og hugsa út fyrir boxið. Þannig styrkjir Manino við þína framtíðarsýn!
Hvað skoðar Manino til að tryggja vöxt viðskiptavina?
- Við greinum tækifæri með því að skilja markaðinn, vörumerkið og viðskiptamódel viðskiptavinarins.
- Við hugsum skapandi og notum innsýn til að þróa nýjar leiðir til að nýta það sem fyrirtækið býr yfir núþegar.
- Við byggjum á styrkleikum og hjálpum fólki og fyrirtækjum að sjá möguleika til enn frekari vaxtar.
- Við vinnum ekki bara að lausnum – við hjálpum til við að skapa raunverulegan, mælanlegan árangur.
Hverning er frumkvæði og nýsköpun styrkur?
Með því að sameina skapandi hugsun og nýsköpun er mögulegt að leysa vandamál, auka virði og finna ný tækifæri til vaxtar. Þannig hjálpar Manino fólki og fyrirtækjum að nýta styrkleika sína á nýjan hátt – hugsa öðruvísi og koma auga á það óvænta sem leiðir til vaxtar.
Samskipti og markmið
Verkefnið snýst fyrst og fremst um að kveikja á sköpunargleði starfsmanna og þróa þannig áfram samskiptakerfi stjórnenda og starfsmanna þar sem markvissar aðferðir sameinast með mælanlegum árangri og skýrri framtíðarsýn.
Hver er saga Manino?
Manino var stofnað árið 2016 af Pétri Arasyni rekstrarverkfræðing. Manino þýðir í raun Management Innovation eða nýsköpun í stjórnun. Ástríðan á bakvið það er að ýta við breytingum, nota nútíma aðferðir til að færa hluti úr föstum skorðum og koma þeim á hreyfingu. Aðferðir eins og Lean, Agile, Beyond Budgeting, Management Hacking og breytingastjórnun. Manino hefur sinnt stjórnenda- og fyrirtækja ráðgjöf við góðan orðstýr. Verið með sjálfstæð námskeið og kennt lotur í bæði HR og HÍ. Ráðstefnur Manino eru mörgum kunnar og má þar helst nefna “Nýsköpun í stjórnun” og “Nýsköpun í stjórnsýslu” þar sem heimsþekktir fyrirlesarar hafa sótt okkur heim og góðir samstarfsaðilar eins Viðskiptaráð Íslands hafa tekið virkan þátt.
Samskiptakerfi
Gott samskiptakerfi styrkir og eflir framtíðarsýn