Ráðgjöf og innleiðing

Það fyrsta sem þið þurfið að vita er að Manino er öðruvísi! Manino sérhæfir sig ekki í hefðbundinni ráðgjöf, við segjum ekki okkar viðskiptavinum hvað þeir eða starfsmenn þeirra eiga að gera. Við búum aldrei til skýrslur eða efni sem fer ofan í skúffu eða á innri vefi fyrirtækja eða stofnana.

Manino sérhæfir sig í að vinna með fólki og hjálpa stjórnendum og starfsmönnum að þróa áfram vinnustaðamenningu vinnustaðarins. Stór hluti af ráðgjöf okkar er því í gegnum fræðslu og þjálfun þ.e. að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Menning vinnustaða er ekki þróuð af ráðgjöfum heldur fólkinu sem starfar á vinnustaðnum. Eina leiðin er því að starfsfókið sjálft vinni með þær breytingar sem um ræðir. Manino leggur líka mikla áherslu á að hugvit starfsfólks fái að njóta sín og því fleiri sem koma að ákvörðunartöku og útfærslu breytinga því meiri líkur eru á því að þær festist í sessi og verði farsælar.

Manino leggur áherslu á að búa til langtíma samaband við sína viðskitpavini til þess að undirstrika það að breytt menning er vegferð sem líkur aldrei en ekki verkefni með upphaf og endi. Stutt verkefni með skammtíma fókus þar sem koma á fyrir aðferðum eins og hamingju@vinnustað, lean, beyond budgeting o.s.frv. eru dæmd til að mistakast. Hefðbundnar aðferðir verkefnastjórnunar henta illa til að stýra slíkum verkefnum einfaldlega vegna þess að þetta eru ekki verkefni. Það að breyta menningu, skipulagi, samskiptum, stjórnun og öðrum slíkum hlutum á farsælan hátt er í eðli sínu flókið viðfangsefni en í raun sáraeinfalt að leysa ef hugsað er til lengri tíma.

Það þarf að mæta stjórnendum, starfsmönnum og teymum á þeim stað sem þau eru og vinna breytingar þaðan.

Við höfum unnið við ráðgjöf og innleiðingu breytingaverkefna hjá stórum og smáum stofnunum og  fyrirtækjum um allt land. Aðferðir eins og lean, agile, beyond budgeting, management hacking, breytingastjórnun, teymisþjálfun, stjórnendaþjálfun og stytting vinnuvikunnar er dæmi um það sem við sérhæfum okkur í.

Við hjálpum fyrirtækjum að ná betri árangri!

Hafa samband