Management Expedition
Manino hefur skipulagt sérstaka upplifun fyrir stjórnendur sem kallast Manex eða stjórnunarleiðangur.
Hugmyndin á bak við þetta er að í stað þess að fara á ráðstefnu þar sem þekktir fyrirlesarar og stjórnunarhugsuðir mæta og halda fyrirlestra. Þá förum við saman út í náttúruna með þessum einstaklingum þar sem við upplifum saman og myndum tengsl. Hér er ekki stuðst við hefðbundið fyirlestrarform (einn talar margir hlusta) heldur verða til tilviljunarkenndar samræður um alls konar hluti sem fólk hefur áhuga á að ræða.
Þetta hefur gefið frábæra raun og hér myndast allt öðruvísi orka og kraftur en annars gerist. Hvernig þetta er gert er útfærsluatriði en síðast fórum við í tveggja daga ferð, þar sem við nutum íslenskrar náttúru, íslenskrar sögu og maður var manns gaman.