Bylting í stjórnun! 2022

Í AUGA STORMSINS

Erum við komin í var? Erum við í logninu á undan storminum? Eða erum við mögulega alltaf í auga stormsins?

Svörum við þessum og svipuðum spurningum ætlum við að velta upp á ráðstefnunni og ekki þá síst hvaða aðferðir stjórnendur geta nýtt sér í síbreytilegu ytra og innra umhverfi fyrirtækja og stofnana. Við erum öll að koma út úr rúmlega tveggja ára krísu Covid faraldurs sem skapað hefur miklar áskornanir t.d. í virðiskeðjum og aðgengi að starfsfólki. Stríðið í Úkraínu og nú síðast vaxandi verðbólga eru dæmi um gríðarlegar áskoranir fyrir hvers konar rekstur. Það getur síðan vel verið að eldgosið reddi þessu öllu saman og að þar með sannist endanlega hið forkveðna „þetta reddast“ en það eru sannarlega blikur á lofti sem við ætlum að setja í fókus á ráðstefnunni.

Miðaverð er 37.500kr. hópar 5-10 manns fá 10% afslátt og hópar stærri en 10 manns fá 15% afslátt.

Athygli er vakin á því að laugardaginn 1. október verður farið í dagslangt ferðalag með Margaret Heffernan og Rich Sheridan þar sem stjórnendum gefst tækifæri á að spjalla við þau og heyra meira um þeirra sýn á nútíma stjórnunaraðferðir. Farið verður um suðurlandið og náttúran notuð sem fyrirlestrarsalur og leið til að búa til öðruvísi tengingar en mögulegt er á hefðbundinni ráðstefnu. Áhugasamir geta haft samband á info@manino.is til að heyra meira um skipulag, verð o.s.frv.

Dagskrá:

Ráðstefna í Gamla Bíó – 30. september 2022

12:30-12:45      Setning ráðstefnunnar – Pétur Arason

12:45-13:30      Why does it feel like we’re flying blind? – Margaret Heffernan

13:30-14:15      Joy in the storm – Rich Sheridan

14:15-14:45      Nýsköpun í auga stormsins – Ragnheiður Magnúsdóttir

14:45-15:15      Kaffihlé

15:15-15:45      Bylting í Ríkiskaupum – hvað þarf til?– Björgvin Víkingsson

15:45-16:15      Emerging stronger from the storm – Rich Sheridan

16:15-16:45      The norm is less normal than crisis – Maragret Heffernan

16:45-17:15     Lokaávarp og Bylting í stjórnun! 2022 verðlaunin – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Kaupa miða!

Fyrirlesarar og sérstakir gestir

Kaupa miða!

Myndir frá fyrri viðburðum