Ráðstefnur og viðburðir

Manino býður árlega upp á fagráðstefnur þar sem úrval sérfróðra fyrirlesara koma fram. Manino leggur metnað sinn í að finna fyrirlesara víða að sem eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða innsýn og sérþekkingu ásamt því að hafa náð framúrskarandi árangri í nýsköpun í stjórnun.

Stærsta árlega ráðstefna Manino er Bylting í stjórnun! sem hefur verið mjög vinsæl og er orðin þekkt fyrir að slá nýstárlegan tón í miðlun nýstárlegra stjórnunaraðferða. Aðrar reglulegar ráðstefnur sem hafa verið haldnar og/eða eru ennþá í gangi eru t.d. Nýsköpun í þjónustu, Nýsköpun í stjórnsýslu, Beyond Budgeting, Lean Healthcare og fleiri.

Meðal þeirra sem komið hafa fram á ráðstefnum Manino eru: Richard Sheridan, Margaret Heffernan, James Womack, Paul Akers, Niklas Modig, Bruce Hamilton, Jean Cunningham, Alan Watkins, Michael Balle, Maurice de Hond, Anders Olsen, Bjarte Bogsnes og Ander Bouvin.

Nánari upplýsingar um næstu ráðstefnu Manino má finna hér fyrir neðan.

Ráðstefnan Bylting í sjórnun! Í auga stormsins er haldin 30. september 2022 í Gamla Bíó. 

Sjá nánar: Bylting í stjórnun! 2022