Ráðstefnur og viðburðir

Manino býður árlega upp á fagráðstefnur þar sem úrval sérfróðra fyrirlesara koma fram. Manino leggur metnað sinn í að finna fyrirlesara víða að sem eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða innsýn og sérþekkingu ásamt því að hafa náð framúrskarandi árangri í nýsköpun í stjórnun.

Stærsta árlega ráðstefna Manino er Bylting í stjórnun! sem hefur verið mjög vinsæl og er orðin þekkt fyrir að slá nýstárlegan tón í miðlun nýstárlegra stjórnunaraðferða. Aðrar reglulegar ráðstefnur sem hafa verið haldnar og/eða eru ennþá í gangi eru t.d. Nýsköpun í þjónustu, Nýsköpun í stjórnsýslu, Beyond Budgeting, Lean Healthcare og fleiri.

Meðal þeirra sem komið hafa fram á ráðstefnum Manino eru: Richard Sheridan, Margaret Heffernan, James Womack, Paul Akers, Niklas Modig, Bruce Hamilton, Jean Cunningham, Alan Watkins, Michael Balle, Maurice de Hond, Anders Olsen, Bjarte Bogsnes og Ander Bouvin.

Á Covid tímum er ekki mögulegt að halda hefðbundnar ráðstefnur og við höfum valið að halda ekki rafrænar ráðstefnur. Næsta ráðstefna sem er fyrirhuguð er Bylting í sjórnun! sem halda á 4. júní.

Hafa samband