Okkar markmið er að ná því besta fram í hverjum og einum til að hámarka virði og árangur í rekstri fyrirtækja og stofnanna.

Verkefnið snýst fyrst og fremst um að kveikja á sköpunargleði starfsmanna og þróa þannig áfram samskiptakerfi stjórnenda og starfsmanna þar sem markvissar aðferðir sameinast með mælanlegum árangri og skýrri framtíðarsýn.

Manino sérhæfir sig í stjórnendaráðgjöf, kennslu og að halda framúrskarandi ráðstefnur með fókus á nýsköpun. Við erum heppin að hafa gríðarlega sterkt tengslanet víða um heim og aðgengi að sérfræðingum og stjórnunarhugsuðum sem vilja deila reynslu sinni.

Hér að neðan má sjá myndskeið af Maríönnu hjá Manino að tala um hugarfar og nýsköpun varðandi styttingu vinnuvikunnar.