Hvað er Lean? Einn heill dagur fullur af fróðleik.

Hvað er Lean?
Fyrir þá sem vilja fá innsýn í vinsælustu stjórnunaraðferð okkar tíma!

Skemmtilegt eins dags námskeið þar sem farið er yfir lean aðferðafræðina og fólki veitt innsýn í hugmyndina á bak við þessar aðferðir og helstu tólin sem notuð eru eru útskýrð.

Gefin eru dæmi um verkefni sem fyrirtæki eru að vinna að og hverning Manino aðstoðar fyrirtæki og stofnanir að vinna með þessa vinsælustu stjórnunaraðferð okkar tíma. Námskeiðið er blanda af fræðslu, æfingum, myndböndum og einföldum leikjum.

Námskeiðið er heill dagur og kostar 85.000kr. og bókin 2 Sekúndna Lean fylgir með.

Leiðbeinendur eru Maríanna Magnúsdóttir og Pétur Arason.

Hvað er lean? verður kennt þriðjudaginn 12. mars hjá Símey Þórsstíg 4, á Akureyri.

Skrá mig!

Corporate Rebels vinnustofa f.h. með Joost Minnaar:

Á þessari vinnustofa mun Joost Minnaar frá Corporate Rebels fara í saumana á þeim meginstraumum sem einkenna fyrirtæki og stofnanir sem eru að vinna með öðruvísi og nýjar stjórnunaraðferðir. Þátttakendur fá spurningalista sem þeir fylla út fyrir vinnustofuna um núverandi stöðu þeirra er varðar notkun nýrra aðferða og á vinnustofunni er farið yfir hvaða skref stjórnendur geta tekið til að þróa sína vinnustaði.

  • Staður: Radisson Blu Hótel Saga, Hagatorgi, 107 Reykjavik
  • Tími: 28.09. 2018, kl.08-12.00
  • Kostnaður: 40.000 kr.

Dagskrá vinnustofu, föstudaginn 28. september með Joost Minnaar.

08:00 – 09:30 Innsýn í aðferðir framsækinna vinnustaða

09:30 – 09:45 Kaffihlé

09:45 – 10:15 Umræða um niðurstöður könnunar

10:15 – 11:00 Hönnun á hugmyndum og sviðsmyndum

11:00 – 12:00 Kynning, umræður og uppfærsla hugmynda

Happiness @ work vinnustofa e.h. með Alexander Kjerulf:

Á þessari vinnustofu fer Alexander Kjerulf yfir hvaða þættir þurfa að vera til staðar til að þróa vinnustaði þar sem fólk er hamingjusamt og ánægt. Alexander vinnur með nokkrum af stærstu fyrirtækjum heims að því að þróa menningu vinnustaða og má þar nefna fyrirtæki eins og Microsoft, IKEA, Shell, Volvo, Oracle og Pfizer.

  • Staður: Radisson Blu Hótel Saga, Hagatorgi, 107 Reykjavik
  • Tími: 28.09. 2018, kl. 13.00-17.00
  • Kostnaður: 40.000 kr.

Dagskrá vinnustofu 28. september, með Alexander Kjerulf.

13:00 – 13:30 Hamingja á vinnustað – hvað er það?

13:30 – 14:30 Hvernig getum við verið haming jusöm og stýrt álagi á vinnustað?

14:30 – 15:00 Kaffihlé

15:00 – 15:30 Hvernig getum við verið haming jusöm og stýrt álagi á vinnustað (busyness)?

15:30 – 17:00 Hvernig aukum við hamingju á vinnustað (aðgerðir)?