Traci Fenton mun halda tvær áhrifaríkar vinnustofur sem þú vilt ekki missa af!

Traci Fenton – kennir óttaleysi

Traci er ótrúlegur frumkvöðull sem hefur þróað fyrirtækið sitt WorldBlu nánast frá því að hún hætti í skóla. Hún hefur mjög háleit markmið og sýn um að kenna einum milljarði fólks að lifa og starfa í óttaleysi. Hún hefur fengið ýmiskonar verðlaun og var valin af Inc. Magazine sem einn af 50 áhrifamestu stjórnunarhugsuðum heimsins.

Traci Fenton – kennir okkur að virkja sköpunarkraft starfsfólks með frelsi

Traci hefur starfað með stórum og smáum fyrirtækjum í yfir 80 löndum og nokkur dæmi um fyrirtæki sem hún hefur starfað með eru; Zappos, GE, WD40, Pandora, Meetup, Groupon, Davita, Widen, Menlo, Glassdoor, HCL, Dreamhost, Geonetric o.fl. Megin inntak hugsunar hennar er að brjóta niður múra skrifræðis, miðstýringar, boða og banna og fleiri hefðbundinna stjórnunaraðferða og virkja sköpunarkraft starfsfólks með frelsi til athafna.

Vinnustofa – Fearless Purpose

Skilgreindu eigin tilgang og framtíðarsýn

Spyrð þú þig stundum þessara spurninga?

 • Hvernig ætti starfsferillinn minn að líta út?
 • Er ég á réttri leið?
 • Ætti ég að mennta mig meira og ef já í hverju?
 • Ætti ég að gifta mig og eignast börn?
 • Þegar ég hætti að vinna, hvað á ég að gera?
 • Af hverju er ég á þeim stað sem ég er?
 • Hvað mun gera mig hamingjusamari í lífinu?

Þessum spurningum og öðrum er hægt að svara ef maður þekkir tilganginn sinn og framtíðarsýn.

En flest okkar hafa ekki skýran tilgang sem leiðir til þess að við gerum ýmiskonar mistök, sóum tíma og peningum, upplifum kvíða og stundum óánægju með lífið.

Hvað ef þú gætir sett saman eina setningu sem lýsir tilgangi þínum og framtíðarsýn sem sýndi þér að þú sért alltaf á réttri leið? Ímyndaðu þér hversu einfaldara, þægilegra og öruggara það væri.

Á vinnustofunni munu þátttakendur:

 • Skilgreina muninn á tilgangi, markmiðum og framtíðarsýn og hvernig þessir þættir nýtast fólki í daglegu lífi.
 • Skilgreina og skrifa niður eina setningu sem lýsir tilgangi þeirra.
 • Skilgreina og skrifa niður eina setningu sem lýsir framtíðarsýn þeirra.
 • Skoða hvernig hægt er að samtvinna tilgang og framtíðarsýn til að skapa meiri fókus og sjálfsöryggi.

Vinnustofan verður haldin á Hótel Sögu 27. september frá 9:00-12:00 og kostar 60.000kr.

Athugið að á þessa vinnustofu er takmarkaður sætafjöldi!

Vinnustofa – The Fearless Mindset

Fimm skref til þess að lifa óttalausu lífi

Hefur þú óttalaust hugarfar – eða hugarfar frelsis og möguleika?
Meðalmanneskjan hugsar u.þ.b. 60.000 hugsanir á dag og 80% af þessum hugsunum eru neikvæðar og byggðar á ótta!
Óttablandið hugarfar lýsir sér í streitu, kvíða, ofstjórnun, aðgerðaleysi, smámunasemi o.fl.
Ótti leiðir af sér óskynsamlega hegðun og slæma ákvarðatöku. Ótti býr til eitrað andrúmsloft á vinnustöðum og kemur í veg fyrir að fólk nái að blómstra í sínum styrkleikum.
Hvað ef það væri hægt að skipta frá ótta yfir í frelsi á svipstundu og kenna öðrum að gera slíkt hið sama? Ímyndið ykkur hvernig óttalaust hugarfar gæti breytt því hvernig þið hugsið, stjórnið og vinnið.
Traci Fenton mun á vinnustofunni Fearless mindset (five steps to living fearlessly in every area of your life) fara í gegnum fimm skrefa módel sem hún hannaði sérstaklega til þess að kenna fólki að leiða aðra af hugrekki, sjálfsöryggi og festu.

Á vinnustofunni munu þátttakendur:
Læra að þekkja margar mismunandi tegundir ótta og hvernig hann hindrar okkur í að hugsa skýrt og vera öðrum fyrirmyndir.
Kynnast fimm skrefa spurningakerfi sem hjálpar þér að brjóta niður ótta sem hindrar.
Nota þessar fimm spurningar til þess kenna öðrum að gera slíkt hið sama.
Læra hvernig hægt er að vinna á ótta við mistök, óöryggi, sjálfsefa og skoðanir annarra þannig að hægt sé lifa hamingjusamara lífi.

Vinnustofan verður haldin á Hótel Sögu 26. september frá 9:00-12:00 og kostar 60.000kr.