Ráðstefnur og viðburðir

Manino býður árlega upp á fagráðstefnur þar sem úrval sérfróðra fyrirlesara koma fram. Manino leggur metað sinn í að finna fyrirlesara víða að úr heiminum sem eiga það sameiginlegt að vera sérfróðir og hafa náð framúrskarandi árangri í formi nýsköpunar.

Meðal þeirra sem komið hafa fram á ráðstefnum Manino eru: Paul Akers, Niklas Modig, Bruce Hamilton, Jean Cunningham, Alan Watkins, Michael Balle, Maurice de Hond, Anders Olsen, Bjarte Bogsnes og Richard Sheridan.

Við trúum líka á reynslusögur og leggjum áherslu á að vinna með íslenskum fyrirtækjum. Meðal íslenskra fyrirtækja sem hafa deilt reynslusögum með ráðstefnugestum okkar eru: Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Reykjavíkurborg, Vínbúðin, Þjóðskrá Íslands, Akureyrarbær, Landspítalinn, Össur, Marel og fleiri.

Reglulegar Manino ráðstefnur eru t.d. Nýsköpun í stjórnsýslu, Beyond Budgeting, Lean Healthcare og fleiri. Kynntu þér málið nánar hér að neðanverðu.