Stefnumótun og framtíðarsýn

Það sem við lítum á sem grundvallarspurningu í stefnumótun er spurningin „Hver er tilgangur starfseminnar?“ eða „Af hverju erum við hér?“. Hljómar kannski einfalt eða mögulega ekki það mikilvægasta, en þetta er algjör grundvallarspurning. Ef hægt er að skilgreina tilgang á skýran og kraftmikinn hátt er auðvelt að flykkja öllum starfsmönnum á bak við þann tilgang. Það að drífa áfram tilgangsdrifið fyrirtæki eða stofnun leysir úr læðingi mikla jákvæða orku sem hægt er að nota til nýsköpunar og framþróunar.

Við gefum okkur út fyrir að vera sérfræðingar í stefnumótun en við kunnum það alveg og gerum mikði af svoleiðis verkefnum. Það sem við hins vegar gefum okkur út fyrir að vera sérfræðingar í er að hjálpa fyrirtækjum að innleiða stefnumótun þ.e. þá stefnu og áherslur sem settar hafa veirð. Þetta er að okkar mati veikur hlekkur í stefnumótunarvinnu nánst allra fyrirtækja og stofnanna.

Við hugsum öðruvísi og sjáum þessa hluti í öðru ljósi. Okkur finnst t.d. skemmtilegra að teikna framtíðarsýnina en að skrifa hana niður. Hér að neðan eru nokkur dæmi um myndgerða framtíðarsýn þar sem við höfum annaðhvort unnið sjálf, með okkar viðskiptavinum og/eða að við höfum staðið á hliðarlínunni og fylgst með.

Hafa Samband