Pétur Arason

Eigandi Manino og stofnandi Icelandic Lean Institute

Pétur Arason er Chief Callenger of StatusQuo@Manino og stofnandi Icelandic Lean
Institute. Pétur er MSc rekstrarverkfræðingur og sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf og kennslu, ásamt því að þýða fræðibækur. Pétur hefur leitt stefnumótun, stýrt stórum breytingaverkefnum og innleitt lean aðferðir í meira en 15 ár hér heima og erlendis. Pétur hefur í nokkur ár kennt lean í HR, bæði lengri vottuð námskeið fyrir sérfræðinga og styttri námskeið fyrir stjórnendur. Pétur kennir einnig í MBA námi í Háskóla Íslands.

Pétur er í síma 776 0770 og með netfangið: petur.arason@manino.is

Maríanna Magnúsdóttir

Umbreytingaþjálfari

Maríanna er umbreytingaþjálfari og breytingaafl með ástríðu fyrir því að hjálpa öðrum að ná árangri. Maríanna hefur sérstakan áhuga á því að ná rekstrarlegum árangri með því að setja fókus á að þróa fólk, byggja upp árangursrík teymi og skapa vinnukerfi þar sem mannauður blómstrar. Maríanna er rekstrarverkfræðingur með M.Sc.gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Maríanna er með síma 8693983 og með netfangið: marianna@manino.is

Manino teymið tekur vel á móti þér og hefur metnað og krafta til að hjálpa þér og þínu fyrirtæki til að sækja fram og ná árangri með nýsköpun að leiðarljósi. Með okkur starfar hópur af sérhæfðu fagfólki sem kemur að hinum ýmsu verkefnum með okkur. Við lítum því meira á okkur sem einhvers konar samfélag í stað hefðbundins vinnustaðar.

Okkar aðferðir snúast um sköpun, fólk og umbætur!