Um Manino

Manino teymið brennur fyrir því að hjálpa þér og þínu fyrirtæki að sækja fram og ná árangri með nýsköpun. Nýsköpun er leiðarljós í öllu okkar starfi og nálgun. Við komum inn í fyrirtæki stór og smá, höldum vinnustofur, fundi og þjálfum starfsfólk í því að sjá nýjar leiðir og öðruvísi lausnir.

Við göngum með gleraugu í vasanum sem gefa fólki innsýn inn í heim viðskiptavinarins. Þessi gleraugu hafa líka kennt okkur að sjá sóun í flest öllu því sem við gerum daglega, og það góða er að eftir að sóun verður sýnileg þá er ósköp einfalt að kippa henni frá til að einfalda hluti, spara tíma og stuðla að umbótum.

Við hjá Manino leggjum okkur líka fram við að halda fjölbreyttar og skemmtilegar ráðstefnur. Þar reynum við að blanda saman þessu fræðilega við það mannlega og kynna nýjar aðferðir í stjórnun.
Manino er hluti af alþjóðlegu samfélagi Beyond Budgeting og er með sterkt tengslanet við sérfræðinga um allan heim sem sérhæfa sig í nýsköpun í stjórnun fyrirtækja

Með okkur starfar hópur af sérhæfðu fagfólki sem kemur að hinum ýmsu verkefnum með okkur. Við lítum því meira á okkur sem einhvers konar samfélag í stað hefðbundins vinnustaðar.