Sjálfbær stjórnun

Sjálfbær stjórnun er samheiti yfir nútíma stjórnunaraðferðir sem eiga það sameiginlegt að storka almennum hugsunarhætti um hvað eru góðir stjórnhættir. Hefðbundnar stjórnunaraðferðir eins og miðstýring, skriffinnska, stærðarhagkvæmni, einstaklings bónusar, boð og bönn eru ekki til þess fallnar að búa til vinnustaði þar sem nýsköpun, ástríða og hamingja starfsmanna blómstrar. 

Aðferðir sjálfbærrar stjórnunar einblína á að búa til hraða, kvikleika, sveigjanleika, gæði, persónumiðaða þjónustu, traust og mannlega vinnustaði. Þessir þættir eru afgerandi í viðskiptaumhverfi nútíma fyrirtækja og stofnanna og þær fóstra nýsköpun á öllum sviðum skipulagsheildarinnar.