Samskiptakerfi

Samskiptakerfi er vettvangur þar sem fólk kemur saman daglega til að stilla saman strengi sem teymi. Þessi vettvangur er nýttur í að setja fókus á árangur og efla tengsl teymisins sem þróar menningu í þá átt að ná stefnumiðuðum árangri saman með sjálfbærri stjórnun. Í samskiptakerfi felast hugtök á borð við flæði, daglegur taktur, töflufundir, sameiginleg sýn, traust, þróun einstaklinga, tilfinningalegt öryggi og tengsl svo að eitthvað sé nefnt. Það er í gegnum þennan vettvang þar sem breytingar verða að veruleika, umbótaverkefnum er komið á framfæri, forgangsröðun er skýr og endurgjöf á sér stað.