Nýsköpun í stjórnun hjá opinberum stofnunum

Hamingja á vinnustað!

Ráðstefna um nútíma stjórnunaraðferðir og hvernig opinberir vinnustaðir geta innleitt hamingju á vinnustað með því að efla starfsfólk og búa til vinnukerfi sem laða fram hugmyndaauðgi starfsmanna.
Heimsþekktir fyrirlesrar og fyrirtækjastjórnendur munu deila reynslu sinni og sögum um það hvernig þróa má starfsfólk í opinberum stofnunum á jákvæðan hátt til að búa til betri vörur og þjónustu fyrir skjólstæðinga.

Við vitum öllum að tækniframþróun er gríðarleg áskorun í rekstri opinberra stofnanna í dag en án þess að þróa starfsfólk og vinnukerfi í takt við nýjar tæknilausnir er ekki nema hálfur sigur unninn.

Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna, fyrirlesara, dagskrá og fleira má finna hér fyrir neðan.

Megin áherslur ráðstefnunnar

Ný hugsun – nýjar lausnir!

Þær aðferðir og árangurssögur sem farið verður yfir á ráðstefnunni eiga það sameiginlegt að einblína á nútíma stjórnunarhætti og nýsköpun í stjórnun. Hugtök eins og ánægja starfsmanna, þróun fyrirtækjamenningar, afburðarárangur í rekstri og ánægðir viðskiptavinir eru dæmi um þætti sem nýsköpun í stjórnun einblínir á.

Á ráðstefnunni fáum við m.a. innsýn í „hún hagkerfið“ og hvernig innleiðing hamingju á vinnustað hefur bein áhrif hugmyndaauðgi starfsfólks. Við heyrum hvernig þessar aðferðir eru að breyta stofnunum og fyrirtækjum um allan heim.

Fjórir íslenskir stjórnendur segja frá innleiðingu mismunandi breytinga í stofnanir sínar og gefa okkur innsýn í þær áskoranir sem fylgja breytingum og þann árangur sem þeim getur fylgt.

Aðalfyrirlesari dagsins er Jos De Blok stofnandi Buurtzorg en saga þess fyrirtækis sem sinnir heilbrigðisþjónustu í Hollandi er einstök og ótrúlegt dæmi um hvað hægt er að gera ef fólk er tilbúið til þess að endurhugsa þjónustu við nærsamfélagið og breyta þeim kerfum sem samfélagið í heild sinni byggir á.

Kaupa miða
Fyrir hverja?
 • Mannauðsstjóra
 • Yfirstjórnendur
 • Stjórnendur
 • Millistjórnendur
 • Breytingasinnað fólk
 • Alla áhugasama um stjórnun stofnanna
Hvað kostar?
 • Miðinn kostar 25.900kr.
 • Hópar 5-10 manns fá 10% afslátt
 • Hópar stærri en 10 manns fá 15% afslátt
Hvar?
 • Hótel Hilton Nordica 27. september frá 8:00-12:30
Hverjir koma?
 • Alexander Kjerulf frá Woohoo Inc.
 • Benja Stig Fagerland höfundur SHEconomy
 • Joost Minnaar frá Corporate Rebels
 • Jos De Blok stofnandi Buurtzorg
 • Fulltrúar Íslenskra fyrirtækja með árangurssögur

Dagskrá ráðstefnunnar

8.00-8:30   Happiness at work – Alexander Kjerulf

8:30-9:00   The 8 habits of the world’s most progressive workplaces – Joost Minnaar

9:00-9:15     Að virkja jafnréttið hjá Landsvirkjun – Selma Svavarsdóttir

9:15-9:30     Breytingar hjá Stjórnsýslusviði Akureyrarbæjar – Halla Margrét Tryggvadóttir og Jóhanna Bára Þórisdóttir

9:30-10:00    Kaffihlé

10:00-10:15   Hvatar að innleiðingu nýrra starfsaðferða hjá Þjóðskrá – Margrét Hauksdóttir

10:15-10:30   Heilsuefling hjá Reykjarvíkurborg – Lóa Birna Birgisdóttir

10:30-11:30   Humanity over bureaucracy – Jos De Blok

11:30-12:00   Fix the system not the woman – Benja Stig Fagerland

12:00-12:20   Samantekt og hugleiðingar – Hrund Gunnsteinsdóttir