Ráðstefna á Hilton 20. febrúar 2020

Nýsköpun í þjónustu 2020
Drifkraftar breytinga í framúrskarandi fyrirtækjum

Hvaða aðferðum eru framúrskarandi þjónustufyrirtæki að beita til þess að bæta samtímis þjónustu, starfsánægju og fjárhag?

Á þessari ráðstefnu er blandað saman reynslusögum áhugaverðra fyrirtækja og hugleiðingum ráðgjafa sem hjálpa fyrirtækjum að brjótast út úr viðjum vanans með það að leiðarljósi að skapa betri upplifun fyrir starfsmenn og viðskiptavini.

Fyrirlesarar eru mjög áhugaverðir og má þar helst nefna Anders Bouvin fyrrverandi forstjóra Handelsbanken. Aðrir fyrirlesarar eru Toby Rubbra ráðgjafi hjá Vanguard Consulting í Bretlandi, Monica Rydning, umbótasérfræðingur hjá SpareBank 1 Gruppen í Noregi, Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar og Maríanna Magnúsdóttir hjá Manino.

Ráðstefnan er haldin á Hilton fimmtudaginn 20. febrúar frá 13:00-17:00 og fundarstjóri er Pétur Arason.

Í lok ráðstefnunnar gefst fólki tækifæri til að spjalla við fyrirlesara rástefnunnar hvern í sínu lagi um efni fyrirlestra þeirra og bera fram spurningar.

Miðaverð er fram að 20. janúar 30.000kr. og hópar 5-10 manns fá 10% afslátt og hópar stærri en 10 manns fá 15% afslátt. Miðaverð eftir 20. janúar er 35.000kr.

Sjá nánari upplýsingar um fyrirlesara og dagskrá ráðstefnunnar neðar á síðunni.

Kaupa miða!
Kaupa miða!

Dagskrá ráðstefnunnar

13:00-13:40 There is a better way to design and manage services – a way beyond command and control – Toby Rubbra Vanguard Consulting

13:40-14:20 Our journey to Dynamic Management – and how this affects our business and innovation today and in the future – Monica Rydning SpareBank 1 Gruppen

14:20-14:35 Að leggja rækt við nýsköpun – Arna Ýr Sævarsdóttir skrifstofustjóri þjónustuhönnunar Reykjavíkurborgar

14:35-14:50 Sjálfbær stjórnun – Maríanna Magnúsdóttir Manino

14:50-15:20 Kaffihlé

15:20-15:45 Vegferð Krónunnar – Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar

15:45-16:45 The power of empowerment – Anders Bouvin fyrrum bankastjóri Handelsbanken

16:45-17:15 Opið spjall við fyrirlesara