Lean fyrir sérfræðinga

Lean námskeið sérstaklega sniðið að sérfræðingum

Næstu námskeið verða í haust á þremur stöðum á landinu, í Reykjavík, á Akureyri og á Reyðarfirði.

Átta daga námskeið fyrir einstaklinga sem vilja afla sér ítarlegrar þekkingar á notkun straumlínustjórnunar í fyrirtæki og stofnanir. Þetta er stærsta og elsta námskeiðið um lean sem í boði er sem hugsað er fyrir einstaklinga sem vilja dýpka þekkingu sína á lean aðferðunum.

Farið er mjög vel yfir megin inntak lean aðferðanna þar sem stöðugar umbætur eru í forgrunnni og PDCA hugsunin útskýrð og kennd.

Námskeiðið er ítarlegt og því fylgir mikil vinna bæði í tímum og í gegnum heimaverkefni. Fjórar bækur eru lesnar á námskeiðinu (Lean Thinking, Gemba Kaizen, Lean Prduction Simplified og Learning to See) sem gerir það að verkum að þátttakendur fá góðan fræðilegan grunn

Námskeiðið er hugsað fyrir sérfræðinga og stjórnendur sem vill leiða lean innleiðingar og hentar bæði óreyndu sem vönu lean fólki. Námskeiðið hentar líka vel þeim sem vilja fá algjörlega nýja sýn á hvernig byggja má upp vinnukerfi fyrirtækja með nýjum stjórnunaraðferðum.

Leiðbeinendur á námskeiðinu hafa áralanga reynslu af innleiðingu og stjórnun Straumlínustjórnunar í fyrirtækjum og hafa sterkan faglegan bakgrunn.

Námið er vottað af SME (Society of Manufacturing Engineers) og gefst nemendum kostur á að ljúka náminu með prófi Lean Bronze Certification sem gefur rétt til þess að skila inn verkefnum til vottunar. Prófið er ekki hluti af námskeiðinu heldur valkostur sem og sérstakt undirbúningsnámskeið fyrir prófið.

Leiðbeinendur eru Maríanna Magnúsdóttir, Helga Halldórsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Guðmundur Ingi Þorsteinsson og Pétur Arason. Námskeiðið kostar 395.000kr.

Allar nánari upplýsingar hér fyrir neðan!

Ert þú Lean gúrú?

Sérsniðið námskeið fyrir þá sem vilja vera sérfræðingar í Straumlínustjórnun og stefna á að innleiða aðferðina í sínu fyrirtæki eða eru í þeirri vegferð. Námskeiðið er fyrir styttra og lengri komna, er töluvert fræðilegt og dagskráin er menntaðarfull. Þó er þetta ekkert sem lean gúrú ættu að hræðast! 

Byggjum á fræðilegum grunn og reynslu!

Námskeiðið hefur verið kennt hér á landi sl. fimm ár við góðan orðstýr. Möguleiki er á alþjóðlegrivottun. Kennarar námskeiðsins búa yfir umfangsmikillri reynslu í Straumlínustjórnun.

Stöðugar umbætur (kaizen)

75%

Sóun og virðissköpun

60%

Þristar (A3)

65%

5S hugsunin

65%

Flæði og virðisstraumar

95%

Sérðu þinn styrkleika?
Við förum yfir þetta saman

Lean er árangursrík stjórnunaraðferð. Fyrirtæki sem tileinka sér lean aðferðina auka ánægju viðskiptavina og starfsfólks. Lean skilar sér í rekstrarlegum ávinning og meiri skilvirkni í vinnubrögðum.

Breytingar þurfa að eiga sér stað þegar innleiða á lean. Megin breytingar felast í breyttum hugsunarhætti og nálgun. Þegar starfsfólk lærir að sjá sóun þá breytist menningin og ánægjan eykst. Lean er ein áhrifaríkasta stjórnendaaðferð 21. aldarinnar! 

Lean skilar árangri í stjórnun fyrirtækja!

Sérðu sóun?

Sérstaða námskeiðsins er gríðarleg hér á landi. Ýtarleg og fagleg yfirferð á Straumlínustjórnun og lean fræðunum í heild sinni. Námskeiðið hefur verið kennt í yfir fimm ár. Um 200 nemendur úr íslenskum fyrirtækjum hafa sótt námskeiðið. Nemendur fara af námskeiðinu með dýpri innsýn og þekkingu sem veitir þeim frelsi til að innleiða lean í sínu fyrirtæki.

Megin áhersla þessa námskeiðs eru stöðugar umbætur og hvernig hefja megi innleiðingu þeirrar hugsunar. Stöðugar umbætur (j. kaizen) eru lang fyrirferðamesta aðferðin á námskeiðinu.

Kennsluformið er fjölbreytt og leiðbeinendur blanda saman ólíkum aðferðum til þess að tryggja að þátttakendur fái mismunandi sjónarhorn á viðfangsefnið

Skrá mig!
Ávinningur
 • Góð almenn þekking á Lean
 • Aðgreining Lean frá hefðbundnum aðferðum
 • Innsýn í mismunandi aðferðir til að innleiða Lean
 • Ítarleg þekking á orðinu, Stöðugar umbætur
 • Innsýn í kerfislegt samhengi TPS
Fyrir hverja?
 • Sérfræðinga sem leiða Lean innleiðingar
 • Sérfræðingar sem vilja auka færni og þekkingu
 • Byrjendur sem vilja verða sérfræðingar
 • Lean brjálæðinga
Námskeiðslotur
 • Stöðugar umbætur (kaizen)
 • Sóun og virðissköpun
 • Sýnileg stjórnun (töflustjórnun)
 • Þristar (A3)
 • Lean og hefðbundnar stjórnunaraðferðir
 • 5S hugsunin
 • Flæði og virðsstraumar
 • Lean og stjórnandinn
Kostnaður
 • Námskeiðið kostar 425.000 kr.
 • Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir félagsmenn
 • Valkvætt! Kostnaður vegna alþjóðlegrarvottunar og prófa eru um 40.000 kr.
Manino kemur til þín!

Námskeiðið er kennt á 2 stöðum á landinu!

Lean sérfræðinga námskeiðið er kennt áttunda árið í röð við góðan orðstýr.

 • Næsta námskeið hefst í haust!

Sjáumst í haust! Ekki hika við að hafa samband við okkur til að heyra nánar. 

Skrá mig!
Reykjavík
Lean sérfræðingar – allt heilir dagar Reykjavík
Dagur 1: 4.október
Dagur 2+3: 17-18.október
Dagur4: 29.október
Dagur 5: 12.nóvember
Dagur 6+7: 25-26.nóvember
Dagur 8: 11.desember

Akureyri í samstarfi við SÍMEY
Dagur 1: 30.september
Dagur 2+3: 17-18.október í RVK
Dagur4: 31.október
Dagur 5: 13.nóvember
Dagur 6+7: 25-26.nóvember í RVK
Dagur 8: 10.desember

Reyðarfirði
Dagur 1: 3.október
Dagur 2+3: 17-18.október í RVK
Dagur4: 1.nóvember
Dagur 5: 11.nóvember
Dagur 6+7: 25-26.nóvember í RVK
Dagur 8: 12.desember