Lean

Done right lean thinking transforms employee insight to true customer value

2 Sekúndna Lean með Paul Akers 2. og 3. október á Akureyri og í Reykjavík.

Nú er bókin komin út á íslensku!

Frumkvöðulinn, viðskiptamaðurinn, fyrirlesarinn og Lean brjálæðingurinn Paul Akers eigandi FastCap og höfundur bókanna 2 Second Lean, Lean Health og Lean Travel mun halda tvo fyrirlestra um 2 Second Lean í tilefni af útkomu bókarinnar 2 Sekúndna Lean á íslensku.

Fyrirlestrarnir eru tveir og fara fram á Akureyri og í Reykjavík og er skráning hér til hægri:

  • 2. október. Akureyri, SÍMEY , frá klukkan 10:00-12:00.
  • 3. október. Reykjavík, Hótel Saga frá klukkan 10:00-12:00.

Aðgönguverð er 22.500kr. Frítt eintak af bókinni á íslensku fylgir með.

Paul hefur slegið í gegn með einstakri og einfaldri sýn á Lean, en hann hefur innleitt Lean í fyrirtækinu sínu með því einfalda móttói að hver og einn starfsmaður framkvæmi umbætur á hverjum degi sem nemur allavega tveimur sekúndum. Lætur kannski lítið yfir sér en kraftur stöðugra umbóta kemur í fyrst í ljós þegar allir leggjast á eitt og vinna sífellt og alltaf að umbótum, eitt hænufet í einu.

Annað sem hefur einkennd sýn Paul á Lean er einfaldleiki þ.e. að gera hlutina eins einfalda og hægt er sem er jú einn af hornsteinum straumlínustjórnunar. Það tæki sem hann hefur notað til að breiða út boðskapinn í fyrirtæki sínu og út um allan heim eru myndbönd. Hann hefur gert þúsundir stuttra myndbanda af þeim umbótum sem hann og starfsmenn hans hafa unnið að. Hundruð þeirra má sjá á heimasíðu hann  https://paulakers.net/

Paul er einstaklega orkumikill einstaklingur sem hrífur fólk með sér með einlægum áhuga og áhrifamikilli sýn á lean aðferðafræðina. Hann er hafsjór af þekkingu og reynslu og á auðvelt með að veita fólki innblástur þegar kemur að því að innleiða Lean og að vinna með stöðugar umbætur og breytingar.

Registration information for attendee:

Full name: *

E-mail: *

Billing information:

Name: *

SSC number / Kennitala: *

Address: *

Postcode: *

City: *

Country (if not in Iceland):

E-mail: *

Phone number:

Comments:

Námskeið í Háskólanum í Reykjavík

Í boði eru tvö námskeið sem kennd eru í Opna Háskólanum í Reykjavík annars vegar fjögurra daga námskeið sérsniðið fyrir stjórnendur og hins vegar átta daga námskeið miðað að sérfræðingum sem vilja öðlast dýpri þekkingu á lean.

Stjórnenda námskeið

Á stjórnendanámskeiðinu er farið yfir megin inntak lean aðferðanna sem og annarra stjórnunaraðferða sem eru vinsælar í dag eins og Beyond Budgeti ng. Ekki er farið í nein smáatriði heldur lögð áhersla á fólk fái innsýn í þennan heim og skilji hvernig lean og svipaðar aðferðir tengjast stefnu fyrirtækisins. Á þessu námskeiði eru ekki gerðar neinar sérstakar kröfur um heimavinnu eða verkefni í fyrirtækjum þeirra sem námskeiðið sækja. Námskeiðsdögunum fjórum er dreift á fjóra mánuði.

Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu Háskólans í Reykjavík (http://www.ru.is/opnihaskolinn/lengri-namskeid/straumlinustjornun-fyrir-stjornendur/).

Sérfræðinganámskeið

Stjórnenda námskeiðið er vottað af SME (sme.org) og gefur námskeiðið undirbúning fyrir próf og verkefnaskil sem eru nauðsynleg til að hljóta brons vottun SEM. Námskeiðið einblínir á stöðugar umbætur og hvernig umbótaverkefnum er stýrt og unnin í fyrirtækjum. Farið er yfir nokkur af þeim grunn tólum sem notuð eru í lean eins og þrista (A3), kortlagningu virðisstrauma (VSM), 5S o.fl. Á námskeiðinu er farið yfir töluvert efni og er t.d. lesnar fjórar lean bækur og unnið með verkefni milli námskeiðsdaga. Það fylgir því töluverð vinna og skuldbinding því að skrá sig á þetta námskeið. Námskeiðsdögunum átta er dreift á sex mánuði.

Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu Háskólans í Reykjavík (http://www.ru.is/opnihaskolinn/lean).

Sérsniðin námskeið

Fyrirtæki geta óskað eftir sérsniðnum námskeiðum bæði fyrir stjórnendur og aðra starfsmenn. Það er t.d. æskilegt áður en fyrirtæki fara af stað með innleiðingar að framkvæmdastjórn fyrirtækisins skoði vel hvort og þá hvernig lean og svipaðar aðferðir passa inn í menningu fyrirtækisins og hvernig megi best tengja slíka innleiðingu við stefnu fyrirtækisins. Það er því miður algengt að framkvæmdastjórnir „úthýsi“ þessari ábyrgð til einstakra sérfræðinga og eða deilda (verkefnastofur o.s.frv.) án þess að það sé sameigninlegur skilningur í framkvæmdastjórn og/eða raunverulegur stuðningur fyrir þeirri vinnu sem seinna kemur. Að innleiða stórt breytingaverkefni eins og lean innleiðingu án fullrar þátttöku og eignarhalds framkvæmdarstjórnar er sóun á tíma og peningum fyrirtækisins og orku þeirra sem slíkt verkefni fá.

Hér er um að ræða allt frá stuttum kynningarfundum til nokkurra daga námskeiða sem eru sérsniðin eftir þörfum þess fyrirtækis sem á í hlut.

Senda fyrirspurn varðandi stutta kynningarfundi

Nafn: *

Netfang: *

Fyrirtæki:

Fyrirspurn:

Senda fyrirspurn varðandi ½-1 dags námskeið

Nafn: *

Netfang: *

Fyrirtæki:

Fyrirspurn:

Senda fyrirspurn varðandi 2-4 daga námskeið

Nafn: *

Netfang: *

Fyrirtæki:

Fyrirspurn:

Þversögnin um skilvirkni

Pétur Arason

Pétur Arason er rekstrarverkfræðingur og er Chief Challenger of Status Quo @ Manino. Pétur hefur leitt stefnumótun, stýrt stórum breytingaverkefnum og innleitt lean aðferðir í meira en 15 ár bæði hér heima og erlendis.
Pétur hefur í nokkur ár kennt lean við Háskólann í Reykjavík bæði lengri vottuð lean námskeið fyrir sérfræðinga og styttri lean námskeið fyrir stjórnendur.