Hamingja@Vinnustað

Vinsælt námskeið sem talar inn í áskoranir flestra fyrirtækja og stofnana um þessar mundir. Rannsóknir sýna að einungis um 20% af vinnuafli hins vestræna heims hefur það sem kallað er helgun í starfi. Það þekkja flestir mikið vinnuálag og langa vinnudaga sem í versta falli endar með kulnun í starfi.
Af hverju skiptir hamingja máli á vinnustöðum? Hvað er það sem skapar hamingju á vinnustað? Hvernig vinnum við með hamingjuna á vinnustaðnum?
Þessar spurningar og fleiri svörum við á þessu námskeiði og sýnum ykkur hversu mikilvægt það er að hugsa um þessi mál fyrir skilvirkni rekstursins. Að skapa umhverfi þar sem starfsfólk er hamingjusamt leiðir af sér að það nýtir hugvit og sköpunargleði sína í að veita framúrskarandi þjónustu. Hamingjan felst í því að leggja til jafns áherslu á árangur og tengsl innan skipulagsheilda.

Námskeiðið er blanda af fræðslu, æfingum og myndböndum og er kennt bæði á hefðbundinn hátt og rafrænt.

Skrá mig!