Hamingja@Vinnustað
Vinsælt námskeið sem talar inn í áskoranir flestra fyrirtækja og stofnana um þessar mundir. Rannsóknir sýna að einungis um 20% af vinnuafli hins vestræna heims hefur það sem kallað er helgun í starfi. Það þekkja flestir mikið vinnuálag og langa vinnudaga sem í versta falli endar með kulnun í starfi.
Af hverju skiptir hamingja máli á vinnustöðum? Hvað er það sem skapar hamingju á vinnustað? Hvernig vinnum við með hamingjuna á vinnustaðnum?
Þessar spurningar og fleiri svörum við á þessu námskeiði og sýnum ykkur hversu mikilvægt það er að hugsa um þessi mál fyrir skilvirkni rekstursins. Að skapa umhverfi þar sem starfsfólk er hamingjusamt leiðir af sér að það nýtir hugvit og sköpunargleði sína í að veita framúrskarandi þjónustu. Hamingjan felst í því að leggja til jafns áherslu á árangur og tengsl innan skipulagsheilda.
Námskeiðið er blanda af fræðslu, æfingum og myndböndum og er kennt bæði á hefðbundinn hátt og rafrænt.

Pétur Arason
Pétur Arason er Chief Callenger of StatusQuo@Manino og stofnandi Icelandic Lean
Institute. Pétur er MSc rekstrarverkfræðingur og sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf og kennslu, ásamt því að þýða fræðibækur. Pétur hefur leitt stefnumótun, stýrt stórum breytingaverkefnum og innleitt lean aðferðir í meira en 15 ár hér heima og erlendis. Pétur hefur í nokkur ár kennt lean í HR, bæði lengri vottuð námskeið fyrir sérfræðinga og styttri námskeið fyrir stjórnendur. Pétur kennir einnig í MBA námi í Háskóla Íslands.

Sunneva Rán Pétursdóttir
Sunneva er ráðgjafi hjá Manino. Hún er liðsfélagi, metnaðarfull og brennur fyrir það að vinna með fólki og þverfaglegum teymum. Sunneva hefur ástríðu fyrir sjálfbærni og stöðugum umbótum á ferlum, fólki og nýsköpun til að ná árangri. Hún er rekstrarverkfræðingur með M.Sc. gráðu frá Álaborgar háskóla og hefur traustan bakgrunn í aðfangakeðju- og rekstrarstjórnun, stöðugum umbótum, nýsköpun og sjálfbærni.

Maríanna Magnúsdóttir
Umbreytingaþjálfari
Maríanna er umbreytingaþjálfari og breytingaafl með ástríðu fyrir því að hjálpa öðrum að ná árangri. Maríanna hefur sérstakan áhuga á því að ná rekstrarlegum árangri með því að setja fókus á að þróa fólk, byggja upp árangursrík teymi og skapa vinnukerfi þar sem mannauður blómstrar. Maríanna er rekstrarverkfræðingur með M.Sc.gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.