Beyond Budgeting

Fjármálastjórn með Beyond Budgeting

Áhugavert námskeið þar sem farið verður yfir Beyond Budgeting aðferðafræðina með sérstakri áherslu á starf fjármálastjóra. Þar verður farið yfir aðferðir sem bæta sveigjanleika fyrirtækja og auka þannig samkeppnishæfni þeirra án þess að missa sjónar á kostnaði á sama tíma.

Fjallað verður um innlend og erlend fyrirtæki sem skipt hafa út hefðbundnum árlegum fjárhagsáætlunum með aðferðum sem styðja betur við umhverfi fyrirtækjana, tegund þeirra og stefnu.

Eftir námskeiðið ættu þátttakendur að hafa öðlast góða innsýn inn í það hvernig fyrirtæki nota eftirfarandi aðferðir í stað árlegra áætlana:

- Samfeldar spár (e. Rolling forecast)
- Sveigjanlega útdeildingu auðlynda (e. Dynamic resource allocation)
- Raunkostnaðareftirlit
- Markmiðasetningu í mjög kviku viðskiptaumhverfi

Námskeiðið hentar þeim sem bera ábyrgð á eða vinna með stjórn fjármála í skipulagsheildum t.d. fjármálastjórum, sérfæðingum í hagdeildum og greinendum lykiltalna hvort sem er í fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði, fjölskyldufyrirtækjum eða opinberum stofnunum.

Nánari upplýsingar veitir leiðbeinandi námskeiðisins Axel Guðni Úlfarsson, axel.ulfarsson@manino.is

Fjármálaráðgjafi í Beyond Budgeting er leiðbeinandi námskeiðs

Axel Guðni Úlfarsson

Axel Guðni er annar eigandi Beyond Budgeting Iceland sem er hluti af alþjóðlegu samfélagi Beyond Budgeting, sem tryggir gæði og tengsl við sérfræðinga um heim allan sem standa fremstir í fræðunum hverju sinni.

Axel Guðni viðskiptafræðingur og starfar sem sérfræðingur á fjármálasviði Össur, þar sem hann vinnur við fjárhagsspár félagsins, stjórnendaupplýsingar og önnur tengd verkefni. Axel hefur leitt innleiðingu á Beyond Budgeting hjá Össuri frá árinu 2009 og hefur talsverða reynslu af notkun módelsins, Axel hefur einnig kennt námskeið í Beyond Budgeting í HR frá árinu 2013.