FRELSI STARFSFÓLKS ER FRAMTÍÐIN!

Bylting í stjórnun 2019

Ráðstefna í samvinnu Manino og Viðskiptaráðs Íslands um nútíma stjórnunaraðferðir og hvernig vinnustaðir geta innleitt frelsi á vinnustað með því að efla starfsfólk og búa til vinnukerfi sem laða fram hugmyndaauðgi starfsmanna.

Heimsþekktir fyrirlesrar og fyrirtækjastjórnendur munu deila reynslu sinni og sögum um það hvernig þróa má starfsfólk á jákvæðan hátt til að ná afburða árangri og búa til betri vörur og þjónustu fyrir viðskiptavini.

Má hér nefna nöfn eins og Traci Fenton stofnanda og eigandaWorldBlu, Gary Ridge forstjóra fyrirtækisins WD40 og Margaret Heffernan sem er virtur fyrirlesari og frumkvöðull.

Nánar um alla fyrirlesara hér fyrir neðan.

  • Ráðstefnan er haldin í Háskólabíó, fimmtudaginn 26. september 2019
  • Ráðstefnan er frá kl. 13-17  og tengslamyndun á eftir á milli kl. 17-18
  • Fundarstjóri ráðstefnunnar er Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FESTU

Ásta Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands veitir verðlaun Viðskiptaráðs – Bylting í stjórnun 2019. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í fyrra og hlaut Kolibri verðlaunin.

Dagskrá 

13.00-13:30 Freedom at workTraci Fenton 

13:30-14:15 Willful blindnessMargaret Heffernan 

14:15-14:30 Use the forcePétur Hafsteinsson fjármálastjóri Festi 

14:30-15:00 Kaffihlé 

15:00-15:30 Freedom-Centered LeadershipTraci Fenton 

15:30-16:30 It’s all about the peopleGarry Ridge 

16:30-16:50 Bylting í stjórnun! verðlaunin 2019 – Ásta Sigríður Fjeldsted Viðskiptaráð Íslands 

16:50-17:00 Samantekt ráðstefnunnarHrund Gunnsteinsdóttir 

17:00-17:45 Kokteill

Verðskrá 

  • Miðaverð er 23.900kr.
  • Hópaverð 21.900kr. (5-10 manns) og 19.900kr. (11 manns eða fleiri).
  • Aðilar að Viðskiptaráði Íslands fá sérstök kjör.
  • Ekki hika við að senda okkur fyrirspurn ef eitthvað:  events@manino.is
Kaupa miða!
Kaupa miða!