Beyond Budgeting

Releases people from the burdens of stifling bureaucracy and suffocating control systems

Beyond budgeting Iceland 2018

Fjórða Beyond Budgeting Iceland ráðstefnan verður haldin í Reykjavík dagana 28. maí til 1. júní 2018.

Nánari upplýsingar verða birtar hérna þegar nær dregur.

Beyond Budgeting Institute

Beyond Budgeting Round Table (BBRT) er samstarfsvettvangur fyrirtækja, stofnana, háskóla og einstaklinga sem vinna að útbreiðslu og þróun Beyond budgeting hugmyndafræðarinnar. Aðilar að samtökunum læra af öðrum skipulagsheildum sem hafa innleitt hugmyndafræðina á ráðstefnum og vinnufundum sem haldnir eru víðsvegar um heiminn.

Beyond Budgeting Institute er stofnun sem heldur utan um fundi BBRT ásamt því að vinna að þróun aðferðafræðinnar með samstarfi við sérfræðinga á hennar vegum. Manino er samstarfsaðili Beyond Budgeting Institute og eru ráðstefnurnar á Íslandi haldnar í samstarfi við stofnunina.

Eldri ráðstefnur

Axel Guðni Úlfarsson

Axel Guðni Úlfarsson er viðskiptafræðingur og starfar sem sérfræðingur á Fjármálasviði Össur hf. þar sem hann vinnur við fjárhagsspá félagsins, stjórnendaupplýsingar og önnur tengd verkefni. Axel hefur leitt innleiðinguna á Beyond Budgeting hjá Össuri frá árinu 2009 og hefur talsverða reynslu af notkun módelsins hjá fyrirtækinu. Ásamt starfi sínu hjá Össuri hefur Axel kennt námskeið í Beyond Budgeting í samstarfi við Opna Háskólann í Háskólanum í Reykjavík frá árinu 2013.

Pétur Arason

Pétur Arason er rekstrarverkfræðingur og er Chief Challenger of Status Quo @ Manino. Pétur hefur leitt stefnumótun, stýrt stórum breytingaverkefnum og innleitt lean aðferðir í meira en 15 ár bæði hér heima og erlendis.
Pétur hefur í nokkur ár kennt lean við Háskólann í Reykjavík bæði lengri vottuð lean námskeið fyrir sérfræðinga og styttri lean námskeið fyrir stjórnendur.