Beyond Budgeting
Stjórnendanámskeið í Beyond Budgeting
Beyond Budgeting aðferðafræðin hefur verið notuð með mjög góðum árangri undanfarin 20 ár en hún byggir á áratuga reynslu margra best reknu fyrirtækja í heiminum í dag t.d. Toyota, Unilever og Southwest Airlines.Árlegar fjárhagsáætlanir eins og þær eru notaðar í flestum tilfellum eiga til að draga úr viðbragðsflýti skipulagsheilda en Beyond Budgeting snýst m.a. um að skipta út árlegum áætlunum með aðferðum sem styðja betur við innra og ytra umhverfi hverrar skipulagsheildar.
Fjárhagsáætlanir eru þó aðeins lítill hluti af Beyond Budgeting aðferðafræðinni og í þessu námskeiði er lögð sérstök áhersla á hlutverk leiðtoga í Beyond Budgeting fyrirtækjum.
Stuðst verður við mörg áhugaverð raundæmi frá fyrirmyndar Beyond Budgeting fyrirtækjum og gerðar æfingar og verkefni til að dýpka skilning þátttakenda á hugtökum og aðferðum Beyond Budgeting.
Námskeiðið hentar öllum almennum stjórnendum þ.m.t. framkvæmdastjórum, deildastjórum og millistjórnendum sem vilja dýpka skilning sinn á stjórnun almennt og bæta leiðtogahæfileika sína. Ekki er þörf á sérþekkingu eða reynslu varðandi fjármálastjórnun fyrir þetta námskeið.
Nánari upplýsingar veitir leiðbeinandi námskeiðisins Axel Guðni Úlfarsson: axel.ulfarsson@manino.is
Fjármálaráðgjafi í Beyond Budgeting er leiðbeinandi námskeiðs
Axel Guðni Úlfarsson
Axel Guðni er annar eigandi Beyond Budgeting Iceland sem er hluti af alþjóðlegu samfélagi Beyond Budgeting, sem tryggir gæði og tengsl við sérfræðinga um heim allan sem standa fremstir í fræðunum hverju sinni.
Axel Guðni viðskiptafræðingur og starfar sem sérfræðingur á fjármálasviði Össur, þar sem hann vinnur við fjárhagsspár félagsins, stjórnendaupplýsingar og önnur tengd verkefni. Axel hefur leitt innleiðingu á Beyond Budgeting hjá Össuri frá árinu 2009 og hefur talsverða reynslu af notkun módelsins, Axel hefur einnig kennt námskeið í Beyond Budgeting í HR frá árinu 2013.