360° virði

Farið yfir hugtakið virði og hvernig við getum með skipulögðum hætti aukið virðissköpun í fyrirtækjum og stofnunum. Hvaða virði eruð þið að skila út til viðskiptavina og hvernig gerið þið það? Hvernig tengist virðissköpun ykkar tilgangi starfseminnar og hver er upplifun viðskiptavina? Er skipulagið ykkar hindrun eða hjálpar það ykkur að tengjast viðskiptavinum og skilja þarfir þeirra? Hvernig skilja starfsmenn virði og hvernig skilgreinir starfsemin virði?

Þetta eru nokkur dæmi um spurningar sem við munum velta upp og ræða.

Farið er stuttlega yfir helstu þætti virðissköpunar í fyrirtækjum og stofnunum eins og: Hvað er virði? Hver er viðskiptavinurinn? Tilgangur fyrirtækja og starfsmanna. Virðisskapandi hönnun. Virðisstraumar. Skipulag miðað að viðskiptavinum. Eftirspurn viðskiptavina. Upplifun viðskiptavina