360° sóun

Farið er yfir helstu tegundir sóunar og skoðað hvernig birtingamynd þeirra getur verið mismunandi eftir viðfangsefni. Skoðað er hugtakið sóun allt frá okkur sjálfum, yfir í okkar nær umhverfi, í skipulagi, í ferlum, í stjórnun, í umhverfinu og í heiminum. Að læra að sjá sóun er mikilvægur þáttur í því að koma auga á þau vandamál sem eru að koma í veg fyrir að við séum að ná þeim árangri sem við sækjumst eftir. Tilvalin leið til að bæta flæði og auka gæði í því sem við erum að fást við. Það að taka út sóun í því sem maður er að gera býr til rými til nýsköpunar og virðisaukandi þátta.