Námskeið

2 Sekúndna Lean námskeið

Skemmtilegt námskeið fyrir forvitna um 2 Sekúndna Lean aðferðafræðina sem er einföld og skemmtileg!

Á þessu námskeiði verður farið yfir grunnhugsun 2 Sekúndna Lean nálgunarinnar sem í sinni einföldustu mynd snýst um:

  • Að kenna öllum að sjá sóun
  • Fara í stríð við sóun
  • Taka upp myndbönd af umbótum
  • Aldrei gefast upp!

Tekin verða fyrstu skrefin í því að læra að sjá og þáttakendur gera myndbönd bæði á námskeiðinu og á milli námskeiðsdaga.

Hentar öllum, bæði byrjendum sem langar að sjá hvað lean aðferðafræðin getur verið einföld og lengra komnum sem vilja fá nýjan og skemmtilgan vinkil á vinnu sína með lean. Kennari á námskeiðinu er Pétur Arason.

Námskeiðið skiptist í tvö skipti fyrst heill dagur og síðan hálfur dagur.

Kostnaður er 125.000kr. og eintak af bókinni 2 Sekúndna Lean fylgir með.

Vekjum sérstaka athygli á því að á vorönn 2018 fá þátttakendur námskeiðisins 20% afslátt af vinnustofunni Lean Simulation með Michael Balle sem haldin er 26. febrúar á Akureyri  28. febrúar  í Reykjavík.

Vorönn 2018

Reykjavík: Fyrsta námskeið verður dagana 16.02 og 9.03. Annað námskeið verður dagana 12.04. og 26.04

Akureyri: Námskeiðið verður dagana 20.02. og 5.03.