Manino sérhæfir sig í nútíma stjórnunaraðferðum
Við hjálpum fólki, fyrirtækjum og stofnunum að ná árangri!

Í AUGA STORMSINS
Erum við komin í var? Erum við í logninu á undan storminum? Eða erum við mögulega alltaf í auga stormsins? Svörum við þessum og svipuðum spurningum ætlum við að velta upp á ráðstefnunni og ekki þá síst hvaða aðferðir stjórnendur geta nýtt sér í síbreytilegu ytra og innra umhverfi fyrirtækja og stofnana. Við erum öll að koma út úr rúmlega tveggja ára krísu Covid faraldurs sem skapað hefur miklar áskornanir t.d. í virðiskeðjum og aðgengi að starfsfólki. Stríðið í Úkraínu og nú síðast vaxandi verðbólga eru dæmi um gríðarlegar áskoranir fyrir hvers konar rekstur. Það getur síðan vel verið að eldgosið reddi þessu öllu saman og að þar með sannist endanlega hið forkveðna „þetta reddast“ en það eru sannarlega blikur á lofti sem við ætlum að setja í fókus á ráðstefnunni.
Ráðstefna í Gamla Bíó – 30. september 2022
Fjölbreytt dagskrá. Heimsklassa fyrirlesarar. Nýsköpunar verðlaun afhent.
RÁÐGJÖF & INNLEIÐING
Við höfum unnið við ráðgjöf og innleiðingu breytingaverkefna hjá stærstu fyrirtækjum landsins.
Aðferðir eins og hamingja@vinnustað, lean, agile, beyond budgeting, management hacking, breytingastjórnun, teymisþjálfun, stjórnendaþjálfun og stytting vinnuvikunnar er dæmi um það sem við sérhæfum okkur í.
Sjá meiraSTEFNUMÓTUN OG FRAMTÍÐARSÝN
Við hugsum öðruvísi og sjáum þessa hluti í öðru ljósi. Okkur finnst t.d. skemmtilegra að teikna framtíðarsýnina en að skrifa hana niður.
Við leggjum mesta áherslu á að stjórnendur og starfsmenn skilgreini tilgang starfseminnar. Sé hann vel skilgreindur er eftirleikurinn auðveldari og skemmtilegri.
Sjá meiraNÁMSKEIÐ OG VINNUSTOFUR
Styttri og lengri námskeið bæði rafræn og venjuleg.
Bæði stöðluð námskeið um efni eins og hamingja@vinnustað, sóun og virði, samskiptakerfi, sjálfbæra stjórnun og snérsniðin námskeið að þörfum viðskiptavina.
Sjá meiraRÁÐSTEFNUR
Ráðstefnur Manino hafa vakið verðskuldaða athygli. Næst er ráðstefnan Bylting í stjórnun! 2022 Í auga stormsins sem fer fram 30.09. 2022 í Gamla Bíó.
Sjá meira