Manino

Management innovation is imperative to create success that is benchmark for others

Á DÖFINNI HJÁ MANINO

Nýsköpun í stjórnsýslu

Nýsköpun í stjórnun opinberra fyrirtækja er ráðstefna þar sem áhersla er lögð á árangurssögur í innleiðingu aðferða eins og t.d. lean. Innlendir og erlendir fyrirlesarar koma fram sem eiga það sameiginlegt að hafa náð eftirtektarverðum árangri með framsækni og nálgun.

MANEX 2018

Manex 2018 er ferð um Ísland fyrir stjórnendur og sérfræðinga sem vilja öðruvísi nálgun. Í ferðinni gefst þátttakendum kostur á að eiga náið samtal við heimsþekkta sérfræðinga í stjórnun í íslenskri náttúru. Hugmyndin er að breyta um umhverfi nálgast viðfangsefni í „óhefðbundu umhverfi“ með það að markmiði að hafa áhrif á frjóa hugsun og auka hæfni til að sjá hlutina frá annarri hlið en oft áður.

Beyond Budgeting Iceland 2018 28. maí – 1. júní

Þetta er þriðja BB ráðstefnan sem Manino heldur. Um er að ræða mikla framþróun sem eigin ætti að láta framhjá sér fara.

Um Manino

Manino er vettvangur fyrir upplýsingar og þekkingu um nýjar stjórnunaraðferðir (management innovation). Til að byrja með snýst þetta mest um Beyond Budgeting og straumlínustjórnun eða lean. Hér á síðunni verður hægt að nálgast greinar og umfjöllun sem og upplýsingar um námskeið, fyrirlestra og ráðstefnur sem tengjast nýsköpun í stjórnun fyrirtækja.

Stofnandi og eigandi Manino er Pétur Arason verkfræðingur og lean gúru.

Pétur Arason stofnandi og eigandi

Pétur Arason er rekstrarverkfræðingur og er Chief Challenger of Status Quo @ Manino. Pétur hefur leitt stefnumótun, stýrt stórum breytingaverkefnum og innleitt lean aðferðir í meira en 15 ár bæði hér heima og erlendis.
Pétur hefur í nokkur ár kennt lean við Háskólann í Reykjavík bæði lengri vottuð lean námskeið fyrir sérfræðinga og styttri lean námskeið fyrir stjórnendur.

Hafa samband

Nafn: *

Netfang: *

Fyrirtæki:

Skilaboð: